Af hverju Siðferðisgáttin?

Með Siðferðisgáttinni  gefst starfsmönnum fyrirtækja og stofnana möguleiki á að koma því á framfæri, á öruggan hátt, ef þeir verða fyrir óæskilegri framkomu eða upplifa vanlíðan á sínum vinnustað. Siðferðisgáttin mun koma að slíkum málum sem óháður ráðgjafaraðili í samstarfi við stjórn fyrirtækja eða stofnana (og tengiliðs) sem gera samning um að starfrækja Siðferðisgáttina á viðkomandi vinnustað.  Allir starfsmenn, óháð stöðu, geta þar með komið á framfæri til óháðs aðila ef þeir upplifa óæskilega framkomu gagnvart sér eða vanlíðan í starfi, og fer málið þar með strax í faglegan farveg. Siðferðisgáttin styður þannig við bakið á öflugu mannauðsstarfi fyrirtækja og stofnana með það að leiðarljósi að efla vellíðan á vinnustað.

Með innleiðingu Siðferðisgáttarinnar eflir fyrirtækið þitt góða vinnustaðamenningu. Fullyrða má að ef eitthvað óæskilegt á sér stað á þínum vinnustað að þá er, að minnsta kosti, ein manneskja sem veit af því og líklega fleiri. Það er alltaf betra að slík mál leysist á farsælan hátt svo þau springi ekki í loft upp með tilheyrandi hættu á fjárhagslegu tapi, slæmu orðspori og lögsóknum. Fái stjórn eða stjórnendur fyrirtækis fljótt að vita af óæskilegri háttsemi eða vanlíðan starfsmanna á vinnustaðnum styttist tíminn sem málið stendur yfir og meiri líkur eru á að málsaðilar öðlist aukinn skilning á vandamálinu. 

NM91680-Siðferðisgáttin-facebook-1200x62

Best er að ráðast að rót vandans.

  • Þarf að skoða verkferla eða vinnureglur innanhúss?

  • Þarf að bjóða upp á fræðslu til stjórnenda eða annarra starfsmanna?

press to zoom

press to zoom

Með því að nýta Siðferðisgáttina sem þriðja aðila er tryggt að betri og dýpri upplýsingar fáist frá viðkomandi.

Starfsmenn Siðferðisgáttarinnar eru vottaðir þjónustuaðilar í vinnuvernd og þjálfaðir í samskiptum með samkennd að leiðarljósi og eru því færir um að aðlaga samskiptin að hverjum tilkynnanda. Sem óháðir aðilar er því líklegra að það fáist fram þær upplýsingar sem þarf frá starfsmanni. Þannig næst lausn á farsælan hátt.

Hagvangur-0270.jpg

Dæmi um óæskilega hegðun eða vanlíðan í starfi

  • Starfsmaður/starfsmenn sýna kynferðislega áreitni í starfi.

  • Starfsmaður/starfsmenn leggja aðra í einelti.

  • Starfsmaður beitir annan starfsmann líkamlegu eða andlegu ofbeldi.

  • Starfsmenn eiga í síendurteknum og langvarandi samskiptaerfiðleikum.

  • Starfsmaður upplifir langvarandi álag í störfum sínum.​

  • ​Starfsmaður upplifir vanlíðan í samskiptum við aðra starfsmenn.

  • ​Starfsmaður upplifir vanlíðan í vinnu sem hefur áhrif á störf hans. 

Með innleiðingu Siðferðisgáttarinnar efla fyrirtæki góða vinnustaðamenningu. Fái stjórnendur fljótt að vita af óæskilegri háttsemi, eða vanlíðan starfsmanna í tengslum við störf sín, á vinnustaðnum stendur málið yfir í skemmri tíma og tækifæri gefst til að vinna í því á sem faglegastan hátt, í nánu samstarfi við óháða og sérhæfða ráðgjafa. Með því að nýta Siðferðisgáttina sem þriðja aðila er líklegra að starfsmaður þori að koma máli sínu á framfæri.