Search

Að uppræta óæskilega háttsemi á vinnustað

Í samtali okkar við stjórnendur höfum við heyrt talað um að sláandi niðurstöður vinnustaðargreininga bendi til þess að á vinnustaðnum verði starfsmenn fyrir einelti, áreitni eða ofbeldi í meiri mæli en stjórnendur töldu áður en vinnustaðagreining var framkvæmd. Þrátt fyrir þessar tölur í vinnustaðagreiningum virðast ekki öll mál rata inn á borð til mannauðsdeilda eða á borð stjórnenda. Hvað veldur því? Getur verið að tengsl innan fyrirtækisins séu of mikil til þess að tilkynningar rati inn á borð stjórnenda? Er erfiðara að stíga fram með mál vitandi að þinn næsti yfirmaður er á leið í bjór eftir vinnu með þeim sem veldur þér vanlíðan í starfi? Eða er mannauðsstjóri jafnvel náskylt ættmenni hans?

Að bjóða upp á leið þar sem starfsmaður getur leitað stuðnings út fyrir fyrirtækið er góð leið til að skapa öruggt vinnuumhverfi þar sem unnið er að því uppræta óæskilega hegðun með aðkomu fagaðila frá upphafi í hverju máli fyrir sig.

Hagvangur sem starfrækir Siðferðisgáttina hefur nú þegar farið af stað með þjónustuna fyrir fimm fyrirtæki og mun einn samningur til viðbótar taka gildi á næstu dögum. Við erum þakklát fyrir þær viðtökur sem Siðferðisgáttin hefur fengið og lítum björtum augum á komandi tíma, með þá von í hjarta að boðið verði upp á þjónustuna á sem flestum vinnustöðum.


Hafðu samband til þess að fá nánari kynningu á Siðferðisgáttinni fyrir þinn vinnustað á sidferdisgattin@sidferdisgattin.is .