Search

Samstarf við Líf og sál, sálfræðistofu

Hagvang­ur mun hér eft­ir vísa þeim mál­um sem koma í gegn­um Siðferðis­gátt­ina til sál­fræðistof­unn­ar Lífs og sál­ar ehf., séu mál­in þess eðlis að það þurfi að fara fram form­leg at­hug­un á einelti, kyn­ferðis­legri áreitni, kyn­bundnu of­beldi eða ann­ars kon­ar of­beldi, óski viðkom­andi fyr­ir­tæki, með Siðferðis­gátt starf­rækta, eft­ir til­vís­un.

Samn­ing­ur þess efn­is var und­ir­ritaður í gær. Hagvang­ur kynnti á dög­un­um Siðferðis­gátt­ina, þjón­ustu sem hef­ur það að mark­miði að styrkja stoðir góðrar vinnustaðamenn­ing­ar með því að bjóða starfs­mönn­um fyr­ir­tækja að koma á fram­færi beint til óháðs teym­is inn­an Hagvangs ef þeir verða fyr­ir óæski­legri hátt­semi á vinnustað.


Helgi Héðins­son, Rakel Davíðsdótt­ir, Andri Hrafn Sig­urðsson, Katrín Kristjáns­dótt­ir, Þórkatla Aðal­steins­dótt­ir, sál­fræðing­ar hjá Lífi og sál, og Katrín S. Óla­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri, Áslaug Krist­ins­dótt­ir, Gyða Kristjáns­dótt­ir og Yrsa Guðrún Þor­valds­dótt­ir, ráðgjaf­ar frá Hagvangi.

Í til­kynn­ingu frá Hagvangi seg­ir að sér­hæft ráðgjafat­eymi inn­an Hagvangs muni ann­ast þau mál sem koma upp í gegn­um Siðferðis­gátt­ina og er fyllsta trúnaðar gætt á milli ráðgjafat­eym­is­ins og viðkom­andi aðila. Hagvang­ur hef­ur hlotið viður­kenn­ingu frá Vinnu­eft­ir­lit­inu sem ráðgef­andi um sál­fé­lags­lega áhættuþætti á vinnu­stöðum.

Líf og sál sál­fræðistofa, hef­ur sinnt at­hug­un­um á mál­um er snúa að einelti, kyn­ferðis­legri áreitni, kyn­bundnu of­beldi og of­beldi á vinnu­stöðum frá ár­inu 2002 og hef­ur því mikla reynslu af slík­um mál­um. Líf og sál hef­ur hlotið viður­kenn­ingu frá Vinnu­eft­ir­lit­inu sem ráðgef­andi aðili um sál­fé­lags­lega áhættuþætti á vinnu­stöðum.

Sam­starf þetta mun styrkja þjón­ustu Siðferðis­gátt­ar­inn­ar enn frek­ar þar sem gætt er að fag­leg­um vinnu­brögðum við úr­vinnslu allra mála.