Siðferðisgáttin styrkir stoðir góðrar vinnustaðamenningar. Markmið Siðferðisgáttarinnar er að skapa fyrirtækjum og stofnunum vettvang fyrir starfsmenn sína til að koma því á framfæri til óháðs þriðja aðila ef þeir verða fyrir óæskilegri framkomu á vinnustaðnum eða upplifa vanlíðan í tengslum við störf sín.
Ráðgjafar Siðferðisgáttarinnar
Teymi Siðferðisgáttarinnar er skipað sérfræðingum á sviði mannauðsmála og viðurkenndum þjónustuaðilum í vinnuvernd. Teymið starfar í nánu samstarfi við sálfræðing og er í samstarfi við Líf og sál, sálfræðistofu. Siðferðisgáttin er rekin af ráðgjafafyrirtækinu Hagvangi ehf. Fullt samstarf verður við tengilið fyrirtækis sem skipaður er af stjórn þess.
Siðferðisgáttin er í samstarfi við Líf og sál, sálfræðistofu
